Íslenskur fjárkúgari
Maðurinn sem í dag gengur undir nafninu Ian Strachan er þrítugur og vel þekktur í skemmtanalífinu í London. Hann býr með móður sinni í Chelsea en á íslenskan föður. Ian var skírður Paul Einar Ian Adalsteinsson en breytti nafni sínu þegar foreldarar hans skildu. Þessi hálf íslenski fjárkúgari bjó lengst af í Aberdeen á Skotlandi og er sagður stunda viðskipti. Mennirnir voru handteknir þann 11.september og er það stjörnulögfrðingurinn Giovanni Di Stefano sem er verjandi okkar manns. Stefano þessi er hvað þekktastur fyrir að hafa varið Saddam Hussein, Slobodan Milosevic og aðra þekkta kappa."
vá þetta er rosalegt, bara kallaður okkar maður og alles, ég hló á mig gat yfir þessari frétt. Og lögfræðingurinn ekki af verri endanum. Íslendingar eru alltaf mesti og bestir, þó að fjárkúgun og glæpir séu nú vanalega ekki þeirra sterku hliðar. Greyin.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home