Saturday, September 29, 2007

Auka þarf fjárframlög til Þjóðkirkjunnar




Á krepputímum eins og nú blasa við þjóðinni þegar niðurskurður þorskveiðiheimilda hrella mörg byggðarlög verður ríkisstjórn strax að auka öll fjárframlög til Þjóðkirkju allra landsmanna. Þjóðkirkjan er jú sá kjölur sem öll þjóðarskútan reiðir sig á þegar skóinn kreppir að enda er sálgæsluhlutverk Kirkjunnar eitt af hennar mikilvægustu verkefnum.

Ég legg til að 4 - 7 milljarðar verði strax veittir til Þjóðkirkjunnar til að efla kærleiksþjónustu hennar í þeim sjávarplássum þar sem niðurskurður kemur harðast niður. Það veitir ekki af að heyra Fagnaðarerindið um Jesú Krist þegar þungbúin ský slá skugga á sálartetrið.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home