Blindur blaðamaður

Í innleggi Fréttablaðsins í dag (bílar o.fl.) er frétt um lítinn nýtízkulegan bíl, Aptera.
Slide show sést hér: http://www.aptera.com/ og hér: http://www.aptera.com/details.php
En í fréttinni í FB. skrifar blaðamaðurinn undir myndina: "Þótt vængirnir gefi ýmislegt til kynna getur bifreiðin ekki flogið" (!!!). Þetta sem hann heldur að séu vængir eru hurðirnar á bílnum!. Það geta allir séð sem hafa a.m.k. sjón á öðru auga.
Ég ætla formlega að tilnefna þennan blaðamann (eða sölumann) til Skammarverðlauna Blaðamannafélagsins. Að skrifa í blöðin um eitthvað sem maður hefur ekki kynnt sér, er móðgun við lesendur.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home