Trúmál / Siðfræði

Er Jesús og faðirinn eitt?
Margir velta þessari spurningu fyrir sér og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að lýsa því sem mér finnst um þetta sjálfum. Jésús er sonur Guðs sem hluti af þrenningunni, Faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Faðirinn er honum æðri og þess vegna er hann sonur hans.
Eins og ritað er,
Jóhannes 1:1
"Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."
Seinna í sama kafla kemur fram:
Jóhannes 1:14
"Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum."
Eins má skoða versinn:
Jóhannesarguðspjall 10:30
Ég og faðirinn erum eitt.
Jóhannesarguðspjall 17:22
Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.
Þannig er Jésús Guð.
Samstofna guðspjöllin styðja Guðdóm Jesú líka:
Lúkasarguðspjall 7:48
Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar."
Markúsarguðspjall 2:5
Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: ,,Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.``
Matteusarguðspjall 9:2
Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: ,,Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar."
Því gleymum ekki:
Markúsarguðspjall 1:22
Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.
Á mörgum stöðum um ritninguna er undrast að Jesús skuli taka uppá þessu. Hann framkvæmir hroðalegt guðlast fyrir augliti þeirra og fyrirgefur syndir. Það er ljóst að enginn nema Guð hefur það vald að fyrirgefar syndir mannanna.
Jóhannesarguðspjall 8:58
Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður:
Áður en Abraham fæddist, er ég."
Jesús notar nafn Guðs yfir sjálfan sig, hann er næstum grýttur eftir þessa yfirlýsingu. Heilagt nafn Guðs mátti varla nefna á meðal gyðinga á tímum Jesú, og var það talið guðlast og dauðsynd að nefna nafn hans. Þess vegna var "syndin" þvíþætt hjá Jesú, hann nefndi nafn Guðs, og hann taldi sig Guði jafnan! Ritingin er skýr og Jesús er Guð.
Annað einfaldara dæmi:
Allir eru sammála að hlutir eins og sólin séu einn hlutur, sem það er. Samt er hægt að flokka hann niður í t.d. þrjá hluta; hiti, ljós og massa. Eins er með þrenninguna, Faðirinn er massinn eða efnið, Jésús er ljósið og heilagur andi er hitinn. En þetta er bara minn skilningur á þessu og mér finnst hann nógu einfaldur til þess að jafnvel ungt barn gæti skilið það

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home