Hver á EKKI að verða næsti forseti (að mínu áliti)

Í fréttablaðinu í dag stinga 24 álitsgjafar upp á næsta forsetaefni. 40 einstaklingar eru nefndir.
Þ.á.m. er einhver sem nefnir öfgafemínistana Katrínu Önnu Guðmundsdóttur og Höllu Gunnarsdóttur. Þessi vanhugsaða uppástunga hefur sennilega komið annað hvort frá Kolbrúnu Halldórs eða Steinunni Valdísi. Eða etv. Atla Gíslasyni, femínista.
Hver sem það nú er; ef öfgafemínisti yrði forseti, mundi ég taka hatt minn og staf og flytja úr landi strax. Það var nóg að þurfa að hlusta á Vigdísi í öll þessi ár. Í umsögninni um Höllu segir m.a.: "...telur göfugasta hlutverk okkar Vesturlandabúa að útrýma fátækt í heiminum." Ja, hérna. Hvenær ætlar hún eiginlega að byrja á að gera eitthvað við því?
Nú, Hrafn Gunnlaugsson stingur upp á vini sínum Davíð Oddsyni (ekki vænlegt forsetaefni, of spilltur og taugaveiklaður).
En svo er einhver sem stingur upp á Auði Eir! (guð minn almáttugur, segi ég bara). Sennilega einhver af vinum Sannkristins. En nú vitum við að Sannkristinn okkar er EKKI einn af þessum álitsgjöfum, fyrst Kalli biskup er ekki nefndur.
Af konunum er Svafa Gröndal of athafnasöm til að geta unað í svo leiðinlegu embætti, væri kannski meira við hæfi Guðfinnu, sem ég mundi hugsanlega kjósa. Ég mundi ekki vilja sjá Þorgerði Katrínu því að þjóðinni hefur tekizt að verja Bessastaði gegn Íhaldinu í fleiri áratugi. Guðfinna er svona á mörkunum. En persónulega hef ég ekkert á móti Þorgerði, síður en svo.
Ég vil þó sjálfur sjá listamann í þessu embætti, á borð við Garðar Cortes (eldri) eða Ólaf Jóhann Ólafsson. Þeir hafa rólega framkomu og mikinn charisma, þótt ég viti ekki hvort það nægði. Þótt ég kunni vel við Hjört Magna, held ég að forsetaembættið mundi verða honum fjötur um fót (og fjötur um munn).
Samantekt yfir þá aðila, sem ég persónulega af mismunandi ástæðum vil ALLS EKKI hafa sem forseta:
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Halla Gunnarsdóttir
Auður Eir
Björgólfur Guðmundsson
Þórólfur Árnason
Davíð Oddson
Guðrún Helgadóttir
Þorsteinn Ingi Sigfússon
Frðrik Sophusson
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Jón Baldvin Hannibalsson
Allt í allt er það einföld von mín að einhverjir fleiri bjóði sig fram gegn Ólafi Ragnari en Ástþór og Baldur. Hvað segið þið hin? Eða hefur enginn áhuga?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home