Friday, August 10, 2007

Bandarískir unglingar.


Ég var að horfa á Tonight Show með Jay Leno. Þar áttu tveir unglingar, strákur og stelpa um tvítugt að svara almennum spurningum frá almenningi um stjórnmál, aðallega um komandi forsetakosningar. Og þau voru svo fáfróð um allt, jafnvel hvað hægri og vinstri þýddi í pólítík, gátu ekki stafað "Barack Obama" (þau stöfuðu "Marocco Bama") og þar fram eftir götum. Í samanburði við þessa unglinga, sem hafa eitthvað óskilgreint í staðinn fyrir heila, lítur hvaða hálfviti á Íslandi út fyrir að vera snillingur.

Kanadískar sjónvarpsstöðvar hafa æ ofan í æ sýnt fram á hvað almenningur í Bandaríkjunum veit lítið um hlutina almennt. Og við vitum að gáfnavísitala G.W.Bush er hættulega nálægt núlli.

Séð í þessu ljósi, þá finnst mér að við eigum ekki að hafa minnimáttarkennd gagnvart Bandaríkjamönnum almennt og að íslenzkir ráðamenn eigi að hætta þessum sleikjuhætti við þessa fávitru þjóð.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home