Sunday, December 31, 2006

Svört jól


Það er með eindæmum hvað landinn lætur glepjast af þemakenndri tísku og markaðssetningu, maður á varla til orð yfir þennan skrípaleik sem jólin eru að verða, eða orðin að! Svart er nú orðin jólaþema í ár, svört kerti, svartar jólakúlur og skraut, einnota að sjálfsögðu!!! Og jólatískan í klæðnaði að sjálfsögðu svört líka, með einhverju glíngri.Er ekki verið að fagna komu birtunar með jólum en ekki að ákalla myrkrið? Svört kerti, fyrir þá sem ekki vita, eru notuð við svarta galdra að ýmsu tagi og einnig við djöfladýrkun og annað sem tengist neikvæðri orkuí illum og neikvæðum tilgangi!!Ég held að það sé ekki hægt að spilla, eyðileggja og vanvirða þessa einu sinni fallegu heiðnu hátíð, mikið meira. Þar sem ljósinu og nýju upphafi var fagnað og hinni eilífu hringrás móður náttúru. Nógu svart var það þegar kirkjan stal og yfirtók hinu heiðnu jól og brengluðu boðskap þeirra sér í hag.Og þessi þrófun undirstrikar einmitt það, hver er að vinna fyrir hvern. Það skyldi þó aldrei vera hann Mammon gamli, púki peninga og ágirndar, sem er hér að störfum og hefur náð að læsa klónum í Íslenst samfélag.Hvernig læt ég!!!! Hann er löngu búinn að því. "Gleðileg" jól, ég vona að þið þurfið ekki að vera fram í Apríl að gera upp jólin, en ef þið sleppið ekki kalanum á Mammon gæti það tafist fram í Agúst.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home