Sunday, December 31, 2006

Allt annað : Óásættanlegt eða hvað?


Mér finnst það óafsakanlegt að keyra, í bakkgírnum, á vinstri akrein þegar tvær/fleiri akreinar eru til staðar fyrir sömu akstursstefnu.Ég hef nokkrum sinnum lent í því að vera að flýta mér (ok, ekki gott að vera að flýta sér í umferðinni - en stundum nauðsynlegt samt) og lent á eftir einhverjum sem keyrir um í fyrsta gír á vinstri akrein, í stað þess að vera á þeirri hægri.Gott og vel, ég hef gefið viðkomandi bíl/bílstjóra merki með því að blikka ljósum einu sinni til tvisvar - og þó ótrúlegt sé hefur það oft orðið þannig að bílstjórinn hefur hægt á sér og nokkrum sinnum meira segja "snögghemlað" - svona eins og til að segja mér að hafa hemil á mér, haltu þig bara fyrir aftan mig auli og þannig fram eftir götum...Þetta er nú allt gott og blessað - það er að segja að haga sér eins og fáviti í umferðinni og skapa aðstæður þar sem sumir verða bjálaðir vegna þess að þeir komast ekki framúr (já ég t.d.) - EN - engin af þessum bílstjórum hugsar áfram og af skynsemi.Hugsið ykkur ef ég/einhver væri með blæðandi manneskju í bílnum og væri að reyna að komast áfram til að koma þeim sjúka á gjörgæslu - nú eða að eitthvað mjög alvarlegt hafi gerst heima hjá manni, eins og t.d. kviknað í og börnin bara ein heima.Mér finnst að það ætti að sekta vinstrihandarhægagangsbílstjóra og það duglega. Í það minnsta stoppa þá og gefa þeim viðvörun og tiltal um hve nauðsynlegt sé að haga umferð eftir aðstæðum og virða rétt þeirra sem eru að keyra hraðar en þeir sem keyra í fyrsta gír.***********************************************Ok, Saddam Hussein - (held að nafnið hans sé skrifað einhvern vegin svona, annars biðst ég forláts fyrir að hafa valdið einhverjum ritsnillingnum augnskaða).Margir eru á móti því að hann hafi verið líflátinn, og eru almennt á móti dauðarefsingum...Ég er almennt á móti dauðarefsingum, nema í sérstökum tilfellum - og S.H. er slíkt tilfelli að mínu mati. Mér finnst ekki hægt að réttlæta það að hann fái að lifa, í fangelsi, um alla tíð og njóta þess að fá af og til fréttir af því að hinir og þessir herskarar eru að drepa í hans nafni eða að reyna að frelsa hann.Það myndi sennilega aldrei skapast nokkur friður með þennan miskunnarlausa einræðisherra á lífi. Það væru alltaf einhverjir sem væru að reyna að frelsa hann, sprengja fólk fyrir hann, fremja glæpi fyrir hann, skapa ófrið í hans nafni - svo lengi sem hann er á lífi.Aftur á móti mun hugsanlega verða dálítill ófriður um tíma nú eftir dauða hans - en sá ófriður mun líða undir lok og menn munu hætta að æsa sig yfir örlögum þessa óvinar fólksins, í það minnsta þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hans.***********************************************Jæja já. Þá er Stöð 2 búin að kasta fram sinni lostafullu Kryddsíld að venju og fátt var þar merkilegt á ferðinni, að venju. Ég var þó alveg sáttur að þessu sinni með val þeirra á "manni ársins". Fyrir valinu varð sjálfur sprellikarlinn Ómar Ragnarsson, og átti hann sannarlega skilið að vera fyrir valinu.Eitt er þó að vera "elskaður og dáður" af þjóðinni sem sprellari og náttúruunnandi en annað ef karlormurinn ætlar sér að fara út í pólitík/í framboð. Ég vona að það hafi bara verið grín að hann sé hugsanlega á leið í pólitík, því ef svo er þá verð ég að byrja að verða fúll á móti og hætta að láta mér líka vel við hann (ég þoli ekki stjórnmálamenn yfir höfuð sko):...***********************************************Nú er landið okkar aftur orðið heilt. Tveir hraunmolar, sem saknað hefur verið í dálítinn tíma, hafa ratað aftur heim - með hjálp Guðanna.Það er alltaf hægt að finna eitthvað til að brosa af - ef maður leitar eftir því þá finnur maður eitthvað sem léttir lundina og fær mann til að líða betur. Kona nokkur frá Kanada hafði nefnilega "stolið" tveim hraunmolum úr náttúru Íslands en uppskar bara einhverjar ógæfur í framhaldi af því - og kennir hún hefnd Guðanna þessa ógæfu sína. Þess vegna hefur frúin nú sent okkur Íslendingum aftur þessa gullmola sem líklega fá að njóta sín enn og aftur í íslenskri víðáttu - lifi landið heilt og ósnert - með hjálp Guðanna.***********************************************Jæja, ég nenni ekki að skrifa meira í þetta sinn - enda átti þetta bara að verða létt losun og einnig bara til að hreyfa aðeins við skrifflórunni á Vísi.is.Vona að þið eigið öll yndisleg áramót og jólarest - gæfa fylgi ykkur á nýja árinu sem er að nálgast eins og óðfluga.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home