Dauði og Djöfull

Einn ágætur kunningi minn varð fyrir því óhappi, fyrir um 2 árum síðan, að veikjast alvarlega, hann hafði verið með sæmileg laun fram að þeim tíma, eða hann var sjómaður. Hann á fjögur börn en þarf að greiða meðlag með 3 þeirra sem eru rúmar 17 þúsund kr á barn. Hann getur sennilega aldrei starfað við sjómennsku aftur eða sinnt neinu starfi sem krefst líkamslegs álags. Nú er hann á endurhæfingalífeyri svokölluðum vegna veiknda sinna. Það gerði mig allt að því vitfrrtan af reiði þegar hann tjáði mér það að þær "bætur" sem hann fær frá því opinbera eru 70.000 kr á mánuði, en reiðin sefaðist nú aðeins þegar hann tjáði mér að hann hafi nú fengið heilar 10.000 krónum meira í Desember, svokölluð Desember uppbót. Ég vona að hann haldi gleðileg jól. Já það er ekki annað að sjá en að allir njóti þess góðæris sem er í þessu ríka landi, ÞREFALT HÚRRA fyrir ríkisstjórninni !!!!!

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home