Sunday, December 31, 2006

bilað öryggi=Strand=Hrollur


Það fer um mig hrollur að hugsa til þess að ekki þarf meira til enn að sjálfstýring slái út til við gætum setið uppi með olíuslyss upp á fleiri þúsundir tonna hér við Ísland.Að vaktstaðan í brú sé svo slök um borð í farmskipum sem sigla hér við Ísland,jafnvel á vegum íslenskra aðila er ekki til að trúa.Að skip lentir upp í fjöru vegna þess að sjálfstýring slær út er vegna þess að enginn er í brúnni þegar stýringin slær út eða vakthafandi yfirmaður er sofandi,ekki að fylgjast með eða fullur eða allt í bland.Það tekur aðeins fáar sekúndur að taka yfir stýrið og handstýra skipi ef svo ber undir og vakthafandi yfirmaður í brú er vakandi og í vinnunni og tekur strax eftir að skipið fer af kúrs.Á leiguskipum undir hentifánum með áhafnir frá óþekktum stöðum með jafnvel keypt skipstjórnarréttindi eru margar tímasprengjur siglandi hér við land sem og annarsstaðar og nú þegar útlit er fyrir stóraukna umferð stóra olíuskipa með kúrs fyrir Ísland þá er okkur óhætt að fá kalt vatn milli skins og hörunds svo vægt sé til orða tekið.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home