Örvæntingafullir fjölmenningarsinnar

Var að lesa leiðarann í DV. Þvílíkur sori. Þegar rökin þrýtur, verða menn örvæntingafullir og missa stjórn á sér. Þvílík heift í þessum skrifum. Það er engu líkara en að þessir leiðarahöfundar taki þessari umræðu persónulega. Þetta eru ekki fagmenn í blaðamannastétt sem skrifa svona níð. Fjölmenningasinnar þessa lands, sem eru svo sannarlega í minnihluta, hafa ákveðið að snúa vörn í örvæntingafulla sókn. Þessi skrif í DV dæma sig sjálf. Það eru of miklar tilfinningar í þessum skrifum til að hægt sé að taka þau alvarlega. Þvílík þröngsýni má þetta vera. Önnur örvæntingafull tilraun fjölmenningarsinna er þátturinn Pólitík á Stöð 2. Önnur sorgleg tilraun ábyrgs fjölmiðils til að hafa áhrif á umræðuna og beina henni í "réttan" farveg. Það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu hvar Svavar Halldórsson stendur í þessu máli. Það tók hann réttan klukkutíma að reyna að sannfæra þjóðina um að 73% þjóðarinnar séu rasistar, afsakið útlendingahatarar (fékkst staðfest af "sérfræðingi" í þættinum) en hin rétt rúmu tuttugu prósentin eiga að hafa vit fyrir hinum sem ekkert vita. Það er með ólíkindum hvað þessi litli minnihluti hefur gríðaleg ítök á fjölmiðlum þessa lands. Hver leigupenninn á fætur öðrum er pantaður til að reyna að koma vitinu fyrir þjóðina. En þjóðin veit betur og þess vegna verða þessar tilraunir svo aumkunarverðar þegar hver greinin á fætur annari birtist þar sem þjóðin er skömmuð fyrir skoðanir sínar. Fjölmenningarsinnar, hættiði þessari þröngsýni, slakið á heiftinni og leyfið fólki að hafa í friði sínar skoðanir á því hvernig þjófélagi það vill búa í. Síðast þegar ég vissi, var lýðræði í landinu þar sem meirihlutinn ræður.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home