Fordómafull Samfylking

Mér leiðist þessar tilraunir fólks frá Samfylkingunni til að stimpla umræðuna síðustu daga sem kynþáttarfordóma.Enn og aftur sannar Samfylkingin fyrir kjósendum að flokkurinn er ekki í sambandi við fólkið í landinu og lítur á kjósendur líkt og þeir séu þroskaheftir og ekki færir um að vita hvað þeir vilja.Samfylkingin er svo hrokafull að hún kallar 90 prósent af þjóðinni rasista og segir að hún sé haldinn kynþáttarfordómum þegar þjóðin segir hingað og ekki lengra,núna er mál að hinkra við og skoða hvert við erum að stefna með þessum óhefta innflutningi á ódýru vinnu afli.Þjóðin vill fá að vita hvort öll góðmennskan sé að koma í bakið á okkur eins og reynslan hefur verið hjá löndunum í kringum okkur. Og er af Samfylkingunni kölluð rasisti og fordómafull fyrir.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home