Wednesday, November 08, 2006

Þrælahald


Það er eitt og annað sem ég vill fá skýringar á. Hlutverk Eflingar sem baráttufélag í launa og réttindamálum.1. Ég er verkamaður sem vinn hjá stóru fyritæki í Reykjavík. Ég hef starfað hjá þessu fyritæki í um 3 ár, á þessum starstíma þá hef ég aldrei hitt nokkurn af starfsmönnum Eflingar. Ég spyr er Efling orðin skrifstofu og möppudýra stofnun sem er í áskrift af launum sínum, sem koma frá illa launuðum og þjáðum þrælum okkar samfélags (verkamönnum). Hvernig væri að ráða öfluga og kröftuga menn og konur sem koma og hitta það fólk sem það er að berjast fyrir, já berjast því þetta er barátta, við þurfum baráttu fólk ekki möppudýr. Það þurfa að vera tengsl milli okkar svo að í hugum verkafólks séuð þið ekki þið heldur hluti af okkur.2. Ég er einnig mjög pirraður yfir því að þegar launahækkanir komu núna í sumar, samkvæmt samningum þá auðvitað tóku allir sig saman sem reka fyritæki og verslanir og hækkuðu verð, svo kölluð verðbólga. En eitt og annað kom í ljós við þessar blessaðar launa hækkanir (lækkanir) þeir starfsmenn sem með dugnaði og eljusemi höfðu fengið örfáar krónur aukreitis ofan á þau lúsarlaun sem taxtarnir gáfu til kynna, misstu auka greiðslurnar, þannig að launin standa í stað. En verð hækkar sem Leiðir til þess að erfiðara er orðið að borga reikningana og vextir hækka af lánum, sem veldur skulda aukningu. Sama gerist sennilega um áramótin.3. Ég er ekki kynþátta hatari, ég ber mikla virðingu fyrir erlendu fólki og öðrum litarháttum, ég á persónulega vini úr mörgum þjóðfélagshópum. En það gremur mig að sjá atvinnurekendur fara í verslunarleiðangra til Póllands og flytja inn pólverja (sem eru gott fólk eins og við) sem svo taka vinnu af okkur íslendingum og láta sér þessi laun vel líka því þau eru lægri en í Póllandi. Svo fara okkar iðgjöld í að kenna þeim íslensku borga undir þá ýmiskonar hluti og við gleimumst í baráttunni. Er efling orðið stofnun fyrir útlendinga. Nú get ég ekki beðið um launahækkun, því svarið sem ég fæ er nei við getum allveg eins fengið Pólverja á lægri kjörum en þú, þú ert yfirborgaður. Þetta er óðolandi. Stöðva strax innflutning á erlendu vinnuafli, eða setja tolla á það eins og allt annnað. Það er mikið talað um aukið virðingaleisi hjá ungu fólki í dag, en hvernig má annað vera þegar forsprakkar þjóðarinnar, fólk í leiðandi og áberandi störfum svo sem stjórnendur fyritækja geta sýnt meðbræðrum sýnum svo viðbjóðslega vanvirðingu, að bjóða þeim svo illa launuð störf.4. Reiknisdæmi. Rekstur á bíl kostar 50 þús miðað við 15 króna afborgun á 700 þúsund króna bíl.5. Leigu húsnæði 50-100 þús, segjum 706. fæði 1500-2000 per dag sem gerir allavega 40 þúsund á mánuði.7. Þetta samanlagt gerir 160 þúsund. Svo er allt hitt eftir, hvernig á að vera hægt að lifa á launum sem eru eftir töxtum? Taxtin sem ég er á er 132 þúsund á mánuði ). Spurning hvort ég sé betur settur á bótum.Ég vill að starfsfólk eflingar verði sýnilegri á vinnusvæðum, standi fyrir samstöðu meðal verkafólks og hætti þessari endalausi skriffinsku, Ég vill að við beitum okkur gegn innflutningi á vinnuafli og sinnum þeim sem eru fyrir á þessu skeri. Ég vill fá svar og í framhaldi breitingar, ekki eitthvað staðlað við gerum okkar besta blablabla.Ósk, ég vildi óska þess að meiri virðing væri borin fyrir mér, og mér borguð laun svo ég gæti allavega borgað húsaleiguna mina. Allavega þegar fréttir herma af miklum upgangi okkar öflugu fyritæka á alþjóðamarkaði.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home