Sunday, September 03, 2006

Áfram Magni Supernova!


Árangur Magna fer víst ekki framhjá neinum þessa daganna. Þetta er líkega eitt besta tækifærið sem íslenskur tónlistarmaður hefur fengið frá upphafi. Það er rétt að kalla þennan árangur afrek á tónlistarsviðinu, slíkt er umfang þessa þáttar og áhorf.Ég hef hrifist með líkt og margir aðrir - ég tek það þó fram að ég er ákaflega lélegur sjónvarpsáhorfandi, horfi sem minnst á sjónvarp fyrir utan fréttir sem ég reyni að missa aldrei af og horfi reyndar mest á í tölvunni.Áfram Magni! Það væri skemmtilegt fyrir Magna og okkur íslendinga ef hann færi alla leið...

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home