Monday, May 29, 2006

Hvernig er heimurinn að verða??


Ég er ekki sú fyrsta sem spyr að þessu og öruglega ekki sú síðasta en ég skil ekki villimennskuna í sumu fólki, ekki misskilja, ég er engin engill en að ráðast t.d. inná heimili hjá einhverjum, berja fólk sundur og saman með hafnaboltakylfu og hnefum og klippa svo putta af með garðklippum! Og allt þetta útaf ekki neinni einustu ástæðu! Ég náði ekki uppí nef mér fyrir reiði þegar ég heyrði þetta! Ég þekki alla mennina sem urðu fyrir árásinni og er búin að gera það í mörg ár og hef líka heyrt um árásamennina og veit hvað þeir hafa gert en að hafa þetta í sér! Ég skil þetta ekki!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home