Monday, May 29, 2006

Bönnum sportveiðar


Mér finnst það sniðug hugmynd, sem ég vona að verði látin þróast á næstu árum, að á Íslandi verði sportveiðar með öllu bannaðar. Hvað myndi það svosum þýða mikið tap fyrir okkar? Ekki mikið held ég því að þetta er sport svo örfárra útvalinna. Hvaða góðar afleiðingar hefur það síðan í för með sér að veiðarnar séu stundaðar? Bara örfáar jólasteikur, en slæmu hliðarnar eru ónýta náttúran (útaf jeppnunum og því) og að lokum, útdauðar fuglategundir sem hefjast með rjúpunni. Ég held að landið yrði miklu ríkara og fólkið miklu hamingjusamara, ef byssur og sportveiðar yrðu með öllu bannaðar.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home