Friday, June 30, 2006

Ofbeldið í Reykjavík


Fyrir stuttu síðan var ég staddur á veitingastaðnum NASA við Austurvöll og þurfti á salerni eins og aðrir,nema á leiðinni út af salerninu verð ég á vegi manns sem var greinilega smekkfullur af einhverju eitri og andlega í ójafnvægi sem hann nú ræðst á mig með heift og offorsi og lemur mig þungu höggi í andlitið að tilefnislausu en vinir hans sem bersýnilega voru vanir þessu og viðbúnir, reyndu að stöðva þetta en tókst ekki,en vesalingarnir létu sig svo hverfa á braut.Stuttu seinna setti ég mig í samband við einn aðstandenda veitingastaðarins NASA og spurði hann að því hvað þeir ætluðu að gera í öryggismálum hvað varðaði salernin því svo hafði stúlka ein skorið sig á púls þessa sömu helgi.Starfsmaður og ábyrgðarmaður NASA vildi lítið gera úr þessum atvikum en ég stakk upp á því að þeir settu upp myndavélar á salerninu því það myndi ef til vill hjálpa til ef einhver myndi nú láta lífið í líkamsárás.Þetta fólk hefur sjálfsagt meiri áhyggjur af innkomunni en af öryggi fólks.Því tel ég einungis tímaspursmál í umhverfi sífelldra ofbeldisverka að hinn almenni borgari fari að vopnast og verji sig sjálfur því þetta ástand er gjörsamlega óþolandi og greinilegt að ekkert á að gera í þessari borg til þess að stöðva þetta.Eiturlyfjanotkun inn á skemmtistöðum virðist vera sjálfsögð,því hún blasir við öllum og ekkert er gert til þess að koma því út.Ég held að það sé fyrir löngu orðið og seint að gera eitthvað og ástandið orðið ískyggilegt og fólk orðið veruleikafirrt hvað þetta varðar en það er mikið talað um þetta í fjölmiðlum og málefnið orðið tískumál en svo er minna framkvæmt,þetta þykir sennilega ekki nógu fínt til þess að óhreinka sig á því eða setja í það framkvæmdafé.Í það minnsta gott fólk skuluð þið hafa allan vara á þegar þið farið inn á skemmtistaði í miðborginni í framtíðinni hvort sem hann heitir NASA eða Dubliners.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home