Friday, June 30, 2006

Fólk með börn


Mér finnst svo merkilegt svona fólk sem er alltaf að miklast yfir því að það eigi fjölskyldu og hafi fjölgað sér og er síðan að gera mikið úr sér fyrir það - andstæðan er fólk sem á ekki fjölskyldu og hefur aldrei átt neinn sem þykir vænt um það, ekki sem börn og ekki heldur sem fullorðnir því að þeir eiga ekki afkomendur þáég hef oft spáð í því hvað þetta er ómerkilegt. þetta fólk hlakkar yfir einhverju líffræðilegu ferli sem (næstum) allir geta notað sér í hag og miklar sig yfir að elska einhvern sem því ber að elska og vernda einhvern sem því ber að vernda. Mér finnst þetta sérlega ómerkilegt miðað við hve margir virðast algerlega hafa fokkað upp heila barnanna sinna, komið þeim útí dóp eða sýnt afskiptaleysi.Mér finnst þetta eitthvað sem ætti bara að liggja í hlutarins eðli, þ.e að fólk elski afkomendur sína og ætti ekki að orsaka mikilmennskubrjálæði.Þetta er samt útum allt, einsog ástarklám.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home