FERÐASKRIFSTOFURNAR

Hvernig stendur á Því að ferðaskrifstofum finnast ekkert mál að hækka fargjöld um 10 % hjá fólki sem er búið að staðfesta eða borga inná ferð ? Skil vel hækkanir á fargjöldum, en að vita það að þú sért búinn að bóka ferð á verði sem þú sættir þig við og borga staðfestingargjald, þá færðu bara email um að ferðin hefur hækkað um 10% og þú getur fengið hana á sama verði og þú bókaðir ef þú greiðir hana í topp fyrir 3 maí, annars hækki hún. Ég var nýbúinn að bóka ferð hjá Plúsferðum á ágætis verði að mér fannst, gerði greiðsluáætlun um að borga helming út og helming í júlí. Svo fæ ég nokkrum dögum seinna email um að allar ferðir hækki um 10 % og ég fengi frest til 3 maí um að fá hana á sama verði og ég bókaði hana á. Þetta er nátturulega alveg út í hött og í raun og veru algjör glæpur ! Sem betur fer gerði ég greiðsluáætlun og komst að því að hún héldi sama verði, en bömmer fyrir þá sem eru bara búnir að staðfesta. Þetta væri svipað og þú keyptir hlut út í búð og svo væri hringt í þig nokkrum dögum seinna og þér sagt að greiða extra 10% því gengið væri svo lélegt. Fáránlegt !!

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home