Enginn vill játa mistök Hæstaréttar!

Í fjölda ára eða síðan 1998 hef ég reynt að koma á framfæri fyrst við ríkislögreglu þá lögregluna í Reykjavik og að því loknu, dómsmálaráðuneyti, að dómur Hæstaréttar dags. 22.02 1980 varðandi sakfellingu án sönnunargagna í svokölluðu Geirfinns og Guðmundarmáli væri röng.Aðrir en sakfelldu bæru ábyrgð á hvarfi þeirra Geirfinns og Guðmundar Einarssonar og að hver sá væri sem dysjað hefði lík þeirra horfnu, allavega annars þeirra horfnu. Þá er í bréfinum sagt hvar lík þeirra horfnu væru dysjuð og málið rökstutt.Þar sem málaleytanin bar ekki árangur, ekkert af vitnisburði mínum var rannsakað þá skrifaði ég bréf til allra Alþingismanna og útskýrði í 7 sínaA4 bréfi til þeirra dags. 4. nóvember 2003 og rakti þar í grófum dráttum áður upptalið að sakborningar í svokölluðu Geirfinns og Guðmundarmáli væru líklega saklausir af því að hafa banað viðkomandi einstaklingum. Þá rakti ég feril málanna innan kerfisins. Enginn Alþingismaður svo sem svaraði bréfinu.... Það eitt ætti að sýna hversu útbreydd spilling og yfirhylming á alvarlegum málum er hérna á Íslandi.Þetta dæmi er svo sláandi sönnun fyrir hvernig stjórnsýslan ver hver annan hérna en í öllum nágrannaríkjum okkar kallast yfirhylming hver með öðrum vera spilling og eru ströng viðurlög þar við spillingu. Hér á Íslandi er fólk svo vant spillingu að það veit ekki og getur jafnvel ekki skilgreynt hvað spilling er og gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum hennar, hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur í för með sér.Saklausir verða dæmdir í fangelsi á meðan þeir seku ganga lausir, þá ná alvarleg sakamál ná ekki til dómstólanna vegna þess að lögregla verst að rannsaka mál.Þeir sem voru dæmdir í fangelsi fyrir að hafa drepið Geirfinn og Guðmund Einarssyni eru að öllum líkindum saklausir, nema að þeir tengist þeim aðila sem dysjaði lík annars hvors eða beggja horfnu í Geirfinnsmálinu!

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home