Wednesday, January 25, 2006

Skammast fólk sín fyrir Geðfatlaða?


Ég var að hugsa á meðan að ég grein um Geðfatlaða. Árni Magnússon talaði um að það ætti að fara að sinna þessum málaflokki betur, og talaði hann í tilefni þess að aðstandendur eru að stofna félag sem á að halda utan um aðstandendur Geðfatlaðra, og þó fyrr hefði verið, en auðvitað er öll skref í áttina til hins betra. í mínum huga hefur þetta verið mjög gleymdur og týndur hópur í þjóðfélaginu, aðstandendur geðfatlaðra því auðvitað á þetta fólk bæði foreldra og jafnvel sysktkini. En svo má ekki gleyma þeim sem eru algerir einstæðingar og eiga engan að, það er ekki síður dapurt og má ekki gleyma að sinna þeim heldur.En þegar ég hugsa um sjúkdóma eins og Sykursýki,Ms,Alzheimer,Slæma gigtarsjúkdóma og marga aðra sjúkdóma sem er kannski of langt mál að telja hér upp, enda held ég að fólk átti sig alveg á hvað ég er að fara. Þá er fólk fljótt að skilja málið og sýna mikinn skilning. Og auðvitað er það gott. Það er gott að sýna stuðning og skilning á öllum sjúkdómum og tala nú ekki um það sem að mestu máli skiptir, SAMÚÐ, HÚN ER ALVEG ÓMETANLEG Í ÖLLUM FÖLLUM OG GAGNVART ÖLLUM SJÚKDÓMUM.En svo þegar kemur að þessu samheiti sem fjallar um sjúkdóma sem að leggjast á heilann og eru kallaðir "Geðsjúkdómar" þá er eins og fólk oft á tíðum jafnvel þagni, verði stundum vandræðalegt, flóttalegt, vill komast úr þessum óþægilegum aðstæðum sem að það er allt í einu komið í. Sumir hverjir vilja ekki kannast við að það sé einu sinni til, tilfelli í sinni ætt, tala nú ekki um einu sinni í fjölskyldunni, hvað þá meira,Guð forði þeim frá því!!!Persónulega finnst mér þetta mjög skrýtin viðbrögð hjá fullorðnu fólki sem eiga að hafa nóga skynsemi og enn meira vit til að vita betur að það þurfi ekki að bregðast svona við. Ég er ekki að segja að fólk eigi að vita alla skapaða hluti um alla Geðsjúkdóma, alls ekki! En fyrir það fyrsta þá ætti fólk allavega að vita að í 99% tilfellum er um sjúkdóm sem að smitar alls ekki að ræða, það get ég sjálf ólærð manneskjan fullyrt án þess að tala við lækni.Ég held hreinlega að þetta séu hreinir og klárir FORDÓMAR, Í SINNI LJÓTUSTU MYND. JÁ, ÉG TEK SVONA STÓRT UPP Í MIG, OG SEGI ÞAÐ AFTUR TIL AÐ FÓLK LESI ÞAÐ TVISVAR. FORDÓMAR Í SINNI LJÓTUSTU MYND,en hvað? Á fólk að réttlæta þetta með því að segja "já en fólk veit kannski ekki alveg hvað það er að fást við" "Fjandinn, hafi það, af hverju aflar það sér ekki upplýsingar um það?"Finnst ykkur við lifa á Steinöld þar sem engar upplýsingar er hægt að fá? Ohh, nei, aldeilis ekki, skal ég segja ykkur.Nú á tímum upplýsingaaldar,tölvuvæðingar og það er hægt að senda menn til tunglsins og í raun gera næstum hvað sem er! Af hverju er þá fólk þá enn að fela sig á bak við fáránlegar afsakanir eins og "JÁ,ENN"Ég hugsa stundum með mér þegar ég sé fólk úti í lífinu sem er veikt á geði þannig að maður taki eftir (þá er ég ekki að meina Þroskaheft) og því líður greinilega ekki vel, þá hugsa ég oft, ætli viðkomandi eigi ættingja, eða er hann/hún einstæðingur, hvernig reiðir henni/honum af, hvað verður um hann/hana í kvöld, fær hann/hún að borða?? Ég stend mig að því að finna til með viðkomandi, hugsa um, finna til með!! Og mér finnst erfitt að horfa á eftir manneskjunni ganga í burtu. Kannski þarf ég þess ekkert, kannski hefur viðkomandi aðili það gott og hefur í gott hús að venda. Enn svona líður mér að sjá sumt fólk sem að ég held að sé lasið. En vitið þið ég er fegin að ég finn til með fólki, frekar enn að vera algerlega tilfinningalega dofin fyrir umhverfi mínu. Því að það er það sem að ég held að sé mikið að gerast hér á LITLA ÍSLANDI!!!!Enn þegar maður heyrir aftur og aftur í fréttunum að Geðdeildir séu yfirfullar og ekki verði veitt meira fé til þeirra þetta árið, þá verð ég mjög döpur. því að það sem að ég er að reyna að segja með allri þessari langloku sem ég er búin að skrifa, er að þessi hópur er MJÖG GLEYMDUR Í ÞJÓÐFÉLAGINU. Þessi hópur hefur ekki bolmagn til þess að standa upp sjálfur og hrópa og kalla "HJÁLPIÐ OKKUR VIÐ VILJUM MEIRI HJÁLP, VIÐ ERUM AÐ GEFAST UPP"Heldur fer kannski viðkomandi maður/kona heim til sín eða hvert sem að viðkomandi fer og kannski tekur líf sitt, af einskærri uppgjöf!!! Því það er bara svo OFT EÐLI ÞESSARA SJÚKDÓMA SEM ÞETTA FÓLK ER AÐ KLJÁST VIÐ, ÞEIR ERU SVO ERFIÐIR. AÐ OFT ENDAR ÞETTA MEÐ SJÁLFSVÍGUM.Ég hvet ykkur til að taka eftir þessum oft á tíðum gleymda hópi innan heilbrigðisgeirans, og það er ekki alltaf að þarna sé bara skítugir ræflar sem eru að þvælast um götur Reykjavíkur. Þetta eru líka stundum menn og konur sem eru einfaldlega veik, ekki að þau séu að drekka eða að nota eyturlyf, heldur einfaldlega með geðsjúkdóm sem leikur þau grátt, takið eftir því. Svo farið varlega í að dæma fólk, hugsið um það. ER FÓLK Á ÍSLANDI Í DAG ORÐIÐ ÞANNIG AÐ ÞAÐ Á ORÐIÐ ERFITT MEÐ AÐ SÝNA NÁUNGANUM Í KRINGUM SIG SAMKENND EÐA NÁUNGAKÆRLEIK?????

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home