Hvers vegna?

Vegna hvers eru öryrkjar með svona lága framfærslu? Vegna hvers eru atvinnulausir með lágar bætur, og hvers vegna eru aldraðir með lága afkomu.Er það vegna þess að þetta fólk hefur brotið af sér, gagnvart þjóðfélaginu? Hvers vegna fá ekki allri mannsæmandi tekjur (sem miðast við verðmið hvers tíma)til að lifa lífinu, án þess að vera að naga neglurnar á sér, eða vera orðin svo áhyggjufull, að sjálfsálitið er komið niður í skóna.Hvert barn sem fæðist, þarf á húsnæði að halda og fæðu, svo sem viðunandi aðstæður til framsóknar hugmyndum sínum t.d. skóla og framhaldskóla, íþróttir, söng o.s.f.Hvers vegna þurfum við að meta í flokka manninn, er hann ekki jafn fyrir GUði vorum? Mér finnst að þing og þjóð ættu að hugsa málið á þann veg, að öllum yrði tryggð afkoma og til þess væri greitt hverjum og einum upphæð frá ríki hvort sem hann væri vinnufær eður ei. Þeir sem aftur á móti hafa vinnu, ættu að nota ágóða af hagnaði fyrirtækis síns og njóta þar af leiðandi meira fyrir að halda þjóðfélaginu að mætti hagsældar og framsóknar, að sjálfsögðu. En eitt ættum við að gera okkur grein fyrir, að það eru ekki allri sem geta fengið vinnu, því aðstæður sumra lenda bara þannig í lífinu. það á samt sem áður, ekki að refsa þeim fyrir það og síst fyrir ellina.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home