Friday, January 11, 2008

sjokk

ég var að lesa eina umræðugrein hérna, og fékk pínulítið sjokk - þetta stendur í greininni:

Mergurinn málsins er að skv. mannréttindum á fólk að mega gera grín að hópum, gagnrýna þá eða vega að þeim á annan hátt, þó að einstaklingar séu varðir af lögum. En nú bregður svo við að í lög á að setja ákvæði sem dregur úr þessum réttindum hér á Íslandi. Í frumvarpi um breytingar á jafnréttislögum stendur til að banna auglýsingar (29. gr), hvort sem er í fjölmiðlum eða annars staðar á opinberum vettvangi, sem kunna að vera „öðru kyninu til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt".

http://www.visir.is/article/20071107/SKODANIR/111070074/1222
.............................................................

svo heldur hann áfram og talar um að það ætti að vernda aðra hópa líka einsog t.d múslima, svertingja, víkinga osfrv. Sniðugt að draga víkingana inní þetta, en það hef ég einmitt gert þegar ég hef rifist um það hvort að gyðingahatrið í ýmsum gömlum kveðskap sé yfirleitt mikið verra en sú ímynd sem víkingarnir (forfeður okkar) hafa fengið á sig í dægurmenningu vorra tíma. En málið er að ef það verður farið útí að ritskoða auglýsingar þá mun ég í fyrsta lagi aldrei kalla mig femínista framar, heldur bara verða miður mín af skömm, og í öðru lagi mun ég vonast til þess að aðrir hópar sem telja sig verða fyrir einhverju skammarlegu berjist fyrir því að vera hafðir með í skilgreiningunni. Þarmeð væri hægt að banna Passíusálmana (sem ég elska en þeir mála jú gyðinga í ljótum litum) og margt margt fleira, t.d þjóðsögur þarsem svertingjar eru látnir vera óð skyniskroppin villidýr. Svona í alvöru talað, ef við ætlum útá þessa braut ætti frekar að byrja á því að banna eitthvað svoleiðis, frekar en auglýsingar sem halla að einhverju leiti á konur (hef ekki orðið vör við þannig auglýsingar) en löggjafinn okkar er svo vangefinn!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home