Friday, January 11, 2008

Hættur í heiminum

Oft má lesa stóryrtar og magnþrungnar greinar um hvernig trúin er notuð til að heilaþvo, stjórna og misnota saklaust fólk .
langar hér að benda á aðra leið, sem virðist vera all svæsnari og hræðilegri en nokkur trúarbrögð .

Það er sjónvarpsþáttagerð sem hefur það að markmiði, að koma ýmis konar ranghugmyndum inn hjá fólki um aðra þjóðfélagshópa .
Sennilega hefur þetta verið leikið áður, en samt sem áður nota menn þessa leið aftur og aftur .

Sennilega er álit á kristni og fleiri trúarbrögðum undir því komið í framtíðinni, hvernig mönnum gengur að dreifa sannfærandi lygaboðskap víðs vegar um heiminn, með leiknum og fölsuðum sjónvarpsþáttum .

Hér á Íslandi er aðferðin sú, að sýna sem minnst gott um kristni í hefðbundum fjölmiðlum, svo henni vaxi nú ekki fiskur um hrygg og fólk fari að læknast af ólæknandi sjúkdómum, og fá andlegt heilbrigði sitt aftur .

http://video.google.com/videoplay?docid=-4561090291581225744

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home