Lögreglan á Selfossi á sér engar málsbætur

ég rak augun í DV útí búð áðan og varð að lesa greinina sem var á forsíðunni, ég vara ykkur við hún er mjög sorgleg en allavega, þetta var um mann sem týndi fjölskylduhundinum meðan konan hans var á fæðingardeildinni, löggan finnur hundinn eiginlega strax en þegar maðurinn hringir um kvöldið þykjast þeir ekkert vita og löggan lætur síðan aflífa hann án samráðs við eigandann. ´Þetta er hryllileg saga á allan hátt og ég er frekar miður mín eftir lesturinn! Börn mannsins sem átti hundinn eru alveg í rúst eftir þetta og skilja ekki hvers vegna hundurinn þeirra er horfinn. Sýslumaðurinn þarna skipaði dýralækninum að lóga hundinum og dýrinn sagði manninum að þessi hundur hefði verið besta skinn. Maðurinn skilur ekki afhverju þetta var gert svona fljótt og afhverju hann var ekki látinn vita.
Fyrst þvagleggsmálið, svo þetta. Þessar skepnur þarna á Selfossi, þ.e.a.s aðstandendur þvagleggsins og hundamorðsins, eiga sér engar málsbætur og sýslumaðurinn er afsprengi satans það er alveg ljóst. Hvernig getur fólk verið svona illa innrætt og vont við annað fólk og dýr?
ég hvet alla til þess að biðja fyrir þessum djöflum og fórnarlömbum þeirra.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home