Thursday, August 30, 2007

Hin ýkta (van)virðing


Mér flaug í hug þetta með virðingu & trúarbrögð, hvers vegna eiga trúarbrögð að hafa meiri virðingu en allt annað, menn mega helst ekki gagnrýna eitt né neitt í trúarbrögðum þá verða menn æfir og hrópa guðlast í allar áttir, svo koma þessir sömu menn og gagnrýna önnur trúarbrögð, jafnvel aðra deild innan sinna eigin trúarbragða; kalla menn villutrúar og hopp + skopp menn.
Trúfrjálsir eru kallaðir heiðingja dólgar, sagt að þeir munu brenna í víti og þaðan af verra.
Minnihlutahópar eru útskúfaðir og sýnd alger vanvirðing.
Hvernig geta menn vænst virðingar þegar þeir sjálfir hafa enga virðingu og eða formúluísa öll "sin" viðhorf á einhverjum ritum, basically hafa menn ekki sjálfstæðan huga lengur, margir tala örugglega gegn eigin samvisku svo þeir brjóti nú örugglega engar reglur í helgiriti X... ritið segir þetta þá er það satt og ef mér finnst eitthvað rangt í ritinu þá er ég að guðlasta... weird eh

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home