Thursday, August 30, 2007

Bloggarar og aðrir


Þið sem eyðið tímanum ykkar í að tjá ykkur hérna við aðra innherja og tjá skoðanir ykkar á hinum ýmsu málefnum. Af hverju gerið þið það? Hver er hvatinn?

Sama spurning til þeirra sem halda úti bloggi, hver er hvatinn og tilgangurinn með þessu?

Fyrir mér hafa þessi skrif hérna fyrst og fremst verið einhverskonar tjáningarþörf og til að fá útrás fyrir fólk og atburði sem fara í taugarnar á mér. Ég hef krufið sjálfan mig aðeins og komist að því að langflestir þræðir sem ég set inn virðast tengjast einhverjum neikvæðum fréttum eða fréttum af óréttlæti.

Það er kannski engin furða þegar 70% af fréttum sem fluttar eru í fjölmiðlum eru neikvæðar fréttir. Eða eins og máltækið segir: there is no news like bad news.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home