Hlutafélagsvæðing ...... Orka

Þá er spá mín frá fyrir nokkrum mánuðum að fá sitt gildi.
Sterk öfl innan samfélagsins róa að því sterkum árum að ná undir sig öllum þeim náttúruauðæfum sem Ísland hefur upp á að bjóða ásamt öðrum samfélagsþáttum sem nýta má til stöðugrar greiðsluþvingunnar af almúga þessa lands.
Ekki bara er samansöfnuðum landsauðæfum laumað í hendur eignamanna með lævísum skrumskælingum á merkingu orðsins heldur og látið sem hinn almenni þegn eigi engar eignalegar kröfur á því sem hér hefur verið skapað.
Ekki einungis er reynt að koma eignunum sem fyrst í hendur stóreignamanna heldur og er almenningi meinuð innsýn í gang mála svo og möguleikinn að geta borið hagnað úr býtum ef að huguðum áformum verður.
Lævísi kosinna erindreka þjóðarinnar er með eindæmum og ekki er laust við að eiginhagsmunr ráði þar ferð frekar en þjóðarhagur.
Það er tími til komiin fyrir löngu að þjóðin fái að uppskera einhverja djásn af öllu því sem hún í sameiningu hefur skapað. Ef um hlutafélag á að vera að ræða bjóðið þjóðinni þá hlutabréfin sem sín réttmæta eign. Þeir sem síðan vilja selj geta sjálfir þá þar um ráðið en látið ekki eins og Orkuveitan sé aðeins föl fjármagnseigendum hér og erlendis.
skammarlegur þjófnaður er að eiga sér stað enn einu sinni og er nóg komið af slíku fyrir löngu.
Skömm af þessu

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home