Thursday, August 30, 2007

Tilgangslaus ritskoðun rétt eina ferðina hjá ritstjórn vísis


Í þessari frétt:

http://visir.is/article/20070829/LIFID01/70829055

Er sagt þarna frá Garðari Hólm fasteignasala, þar sem hann stendur sig með ágætum sem hörkuduglegur náungi og eykur um leið orðspor Re-Max þar sem hann vinnur. Þetta er sem sé gleðifrétt!

Samt banna ritjórar vísis athugasemdir við þessa gleðifrétt !?!?! Skil ég vel að sumir hverjir myndu nota tækifærið og rakka niður annað hvort Garðar eða Re-Max, en ég sé ekki betur að ritstjórn vísis sé afar hrifinn af ritskoðun, af hverju ekki leyfa athugasemdir og eyða þá út persónuárásum ef þær koma? Eða er þessi vefur svo illa skrifaður að hann bjóði ekki uppá slíkt??

Ég skora á ritstjórn vísis að láta af þessari vitleysu og hætta að hugsa eins og öfgafullir kommónistar!

Það er allt of mikið af: "Vegna eðlis þessarar fréttar er ekki boðið upp á að lesendur geti lýst skoðunum sínum á henni." fréttum á þessum vef!!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home