Sunday, August 05, 2007

"Nafnleysi"


Elskaður,hataður,ómarktækur,marktækur,fordómafullur,fordómalaus.

Nafnleynd mín kemur við kaunin á mörgum, ég er tíkarlegur, ómarktækur og ég veit ekki hvað.

Nú ræðst besti vinur minn, Jón Valur á mig og segir mig vera með harðskeytt og fordómafull skrif á kirkju og kristni og vegna nafnleyndar hafi mín orð engin vægi.
Ég get ekki samþykkt að ég ráðist á kristni, ég get samþykkt að ég læt í mér heyra í sambandi við öll skipulögð trúarbrögð því mér finnst slíkt ekki vera trú, það er bara plat og viðskipti, ég hef alltaf sagt að persónuleg trú sé eitthvað sem ég beri virðingu fyrir.
Ég hef ekki verið með skítkast í neina guði, ég hef reynt að rökræða um hitt og þetta tengt guðum og súperköllum, ég hef hent skít í peningaplokk trúarsamtaka, er það eitthvað sem er á móti trú... I dont think so

Nú er bara spurningin, ef ég kem fram undir mínu raunverulega nafni, munu þá orð mín hljóta þvílíkt vægi að heimurinn eins og við þekkjum hann umturnist... hvað á maður að halda.. það virðist vera það eina sem þessir menn sjá að mínum skrifum...

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home