Sunday, April 29, 2007

Árás á leigubílsstjóra


Leigubílsstjóri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna höfuðkúpubrots sem hann hlaut þegar margdæmdur ofbeldismaður lamdi hann í hausinn með felgulykli.

Hvað er að samfélaginu? Af hverju er þetta skeytingaleysi? Af hverju fer almenningur fylgtu liði niður í Héraðsdóm með kröfuspjöld og krefst þess að dómarinn sem ber ábyrgð á þessu segji af sér tafaralust. Í lýðræðislöndum þar sem dómarar eru kosnir þarf almenningur ekki að sitja uppi með svona menn. Það er forkastanlegt að opinberir embættismenn sýni slíkt skeytingaleysi fyrir lífi almennra borgara að ákveða að svona menn séu best komnir á meðal saklaus fólks.



0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home