Friday, April 27, 2007

Veggjakrot


Fór og kiktí á bloggsíðu halkötlu k.l 18:30 27 apr. og sá ágætis pistil um Jónínu Bjartm. .Þar mátti líka sjá mynd að austan, af stórri kosningaauglýsingu sem krotað hafði verið á .Það er ekkert sem réttlætir svona skemmdarverk, þó svo að menn séu ekki sammála ákveðnum framboðum .Svona auglýsing kostar örugglega stórfé, og nú þarf að setja upp nýja .Það er orðið svo þreytandi að sjá þetta vanvita veggjakrotara lið skemmandi verslanir, blokkir og heimili fólks að það hálfa er orðið mikið meira en nóg .Sendibílar, kerrur, ljósastaurar, skilti, rafmagnskassar, salernisaðstöður og undirgöng fá engann frið .Hvaða hvatir það eru sem valda því að menn fá útrás við þessa hálvitalegu iðju, er mér hulin ráðgáta .Sennilega verður svona skítapakk krotandi útum allt í komandi framtíð, samborgaranum til angurs og ama .Og ekki býst maður við að krotið hverfi af veggjum borgarinnar í bráð, frekar en táfýlan úr skónum mínum !Jæja, verður maður bara ekki að lifa við þetta ?


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home