Thursday, April 26, 2007

Eyðum Framsóknarflokknum með nútímatækni!


Framsóknarflokkurinn hefur lengi haft það orð á sér að vera gamaldsags og seinheppni hans í hröðu nútímaþjóðfélagi ríður ekki við einteyming. Þetta kann að stafa af því að Framsóknarmenn eru seinir að hugsa. Hættulegt getur reynst að minnast á einhver þeirra mýmörgu hneykslismála sem flokkurinn er viðriðinn, því Framsóknarmenn grenja alltaf eins og smábörn þegar hagsmunatengsl þeirra eru rakin, telja þar á ferð persónulegar árásir sem ekki eiga erindi í almenna umræðu. Nú er hins vegar svo komið að með tilkomu internetsins berast tíðindi af hagsmunabrölti Framsóknarflokksins svo hratt að flokkurinn er að hverfa. Það er staðreynd að Framsóknarflokkurinn hefur minnkað undanfarin ár á sama tíma og Internetið hefur vaxið. Með nútímatækni er hægt að eyða þeirri meinsemd Framsóknarflokknum.


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home