Ég fann mér söfnuð !

Jæja ... nú er ég með yfirlýsingu sem á eftir að koma á óvart og ég þori varla að segja. Ég ætla að ganga aftur í þjóðkirkjuna. Ástæður:1. Konan mín er að verða djákni/guðfræðingur og það er best að við séum bæði skráð í þá kirkju sem hún kemur til með að starfa í. Það verður óþægilegt fyrir fjölskyldu mína ef ég tilheyri ekki hennar liði.2. Loksins eru málefni samkynhneigðra kominn á hreint, og hefur það alltaf hindrað mig í að taka þessa ákvörðun.Það eru fleiri ástæður sem liggja að baki, en ég fer ekki nánar út í það.Ég vona að virðið þessa ákvörðun mína, þar sem ég get gert meira gagn á því gagnrýna hana innan frá fremur en rödd hrópandi í eyðimörkinni. Eins og þið eflaust vitið er ég ekki bókstafstrúarmaður og þess vegna er þjóðkrikjan eina kirkjan sem stendur mér til boða eins og stendur.Þetta kemur kannski úr hörðustu átt, að helsti gagnrýnandi þjóðkirkjunnar hér á vísi, gangi til liðs óvina sinna. En Guð hefur kallað mig þangað og ég veit og finn að ég fæ eitthvert hlutverk til þess að gera hlutina betri.Þetta þýðir samt ekki að þjóðkirkjan sé yfir gagnrýni hafinn og mun ekki láta af að gagnrýna hana, og ég mun aldrei falla í þá gryfju að fara dýrka biskup eins og sumir hér.Guð blessi ykkur og ég vona innilega að þið virðið þessa ákvörðun mína, því ég veit bara um einn sem tekur mér fagnandi.

1 Comments:
vegna ekki:)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home