Íslenskir fangar erlendis
Ég hef verið að fylgjast með þessu máli Geirs í Virginia í Bandaríkjunum sem hefur verið í Kastljósinu undanfarin kvöld. Ég satt að segja veit ekki hvað mér finnst um þetta. Maðurinn fremur grafalvarlegan glæp, fær mjög þungann dóm, reynir að komast til Íslands en fær ekki leyfi frá ríkisvaldinu þarlendis. Ég vorkenni manninum hræðilega, en er mjög tvístígandi með þetta. Var að spjalla við nágranna sem sagði eitthvað á þá leiðina að "aumingja strákurinn er nær gráti að biðja um að fara heim og þetta er ómannúðlegur dómur". Hvað finnst ykkur um þetta? Á ríkisvaldið að grípa í taumana og krefjast þess að fá manninn hingað? Eða á hann að afplána dóminn þar sem glæpurinn var framinn?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home