Heimsmetalandið Ísland
Það var með nokkrum áhuga að ég hlýddi á nokkra ræða álver, orku og hreint land eða Kíótó í útvarpinu í dag og einn var að tala um hve mikilli mengun við yllum með þessum óraflutningi á súráli eða boxit um heiminn þverann og endilangann heim til Hafnarfjarðar. Einn hinna sá ekki til sólar af hrifningu yfir að orkan okkar var svo hrein að hún væri sem gjaldgeng ímynd Maríu sálugu.Ég beið lengi eftir að samtenging yrði gerð á að báðir litu forsendur raunveruleikans en þessi svo guðlega orka sem við svo ötullega munum eyða í að drífa einhvern óhreinasta hráefnisiðnað sem til er. Rekstur sem er náttúru okkar til óbóta um langa framtíð og mengun flutningadalla frá Filipseyjum sem sigla með duftið góða hingað kemst ekki upp á nokkur prósentustig þeirrar mengunar sem hér tíðkast daglega í þessum áliðnaði.Það er með eindæmum að þjóð megi svo teyma að sýndarlega virðist sem hún sé bæði hálfblind og skilningsvana, enda setjum við hvert heimsmetið á fætur öðru í hve mikið á okkur er lagt fyrir hvað við uppskerum fyrir strit okkar. Til að binda endi á þessa náttúruspjallamartröð þarf bara að setja upp fullkomin hreynsitæki. Til þess að það verði gert verða að vera á því skilyrðislaus krafa. Krafa sem hvergi er að sjá í opinberum ummælum forsprákumanna um áliðju. Þetta er það fólk sem á að bera ábyrgð á að land það sem nálægt þessum iðnað er eða viljum við éta rollu sem hefur aldrei í sig látið annað gras en það sem lifir og nærist á úrfelli álvers.Erlendis hafa heilbrigðisyfirvöld þurft að breyta stuðlum sem segja eiga til um hvaða landbúnaðarafurður eða villibráð sé eða ekki sé hæf til manneldis. Er þetta hvað stjórnvöld ætla að taka til bragðs þegar öll kurl koma til grafar um hver raunmengun á sér stað?Gerir fólk sér grein fyrir hvað fer í hönd nú hérlendis? Orkan er megin þáttur í þessu laumuspili sem fram fer. Orkan er eitthvert dýrmætasta seljanlega hugtak sem til er. Hvarvetna þar sem tekið er niður tá í heimi alþjóðaframleiðslu blasir hvervetna sama vandamál við. Orkubrestur. Orkubresturinn er sár og vöntuning gífurleg og einungis smáar lausnir í sjónmáli sem hvergi nærri fullnægja þörfum.Hér er hver höndin á lofti um að selja orkuna okkar á kræsiborð alheimsiðnaðar fyrir "leynilegar" upphæðir samtímis sem grunnur er lagður fyrir Landsvirkjun til að "laumast" úr almanneign og verð enn eitt "konglómerat" meðal bankarisa, lyfjafyrirtækja og fjármálahöndlunarfyrirtækja. Þetta er gert til að þegar upp er staðið og áformin hafa orðið raunveruleg á enginn Landsvirkjun nema einhver "grúppa" og sá hagur sem áætlaður er skiar sér í fjárfestingarþarfir langt frá okkar högum og hagnaðurinn finnur aldrei leið sína þangað sem hans uppruni er.Lítið er sagt í fjölmiðlum um nýjustu orkuvon alheims sem er orka sem fæst með svokölluðum djúpborunum og getið nú hvaða eitt af þremur fyrirtækjum eiga eina af fyrstu skóflustungu slíkra borana hérlendis. Jú einmitt ! Landsvirkjun. Ef sú tilraun tekst gætu menn fundið allt að fimm sinnum meiri orku en öll vrkjun skilar af sér í dag. Stórfengleg auðæfi eru í sjánmáli og allt er gert til þess að ef svo verði að vel til tækist komi obbinn af þeim skildingum í vasa einhverra einstaklinga með litla sem enga samvisku gagnvart þjóðarþörf.Á Íslandi búum við við sérstakar aðstæður þar sem orkugull það sem finna má í iðrum jarðar jafnast á við olíu Saudí Araba. Merkilega virðist sem engin raunarðsemi skili sér í þjóðarnot þar sem hún er brýnust. Aldursforsetar og frúr okkar litlu þjóðar sitja við sinnulaysi, vanbúnað og fjármagnsskort eftir að hafa langtímum saman hafa unnið myrkrana á milli á langri æfi. Það er með öllu óskiljanlegt að fjármagnsstjórnun og þarfaþing eins og samfélagsmál lifi við þessa auðn sem raun ber vitni.Við erum hlunnfarin.Meðal stjórnmálaflokka eru nú borin sverð fyrir brjósti um löggjöf varðandi eignarétt og möguleika á að selja það einstaklingum eða fyrirtækjum sem telja má þjóðareign og hefur aðalstjórnmálaflokkurinn viljað hampa mótþróa við setningu slíkra laga enda sýnir umhyggja þeirra um þarfir þegnanna og hag sín greinilegu merki ef litið er á það ástand sem nú ríkir.Þessi löggjöf gerir öllum sem vilja erfitt um vik að nota "eignarnám" eða með sérstakri setningu bráðabyrgðalaga. Þetta er hið nauðsynlegasta mál. Að stjórnendur þessa lands geri sér grein fyrir að þjóðarauðlindir séu eign þjóðarinnar. Sama máli gegnir um þjóðarfyrirtæki sem greidd hafa verið í uppbyggingu af almennu fé.Það er einlæg von margra góðra manna og kvenna að næsta ríkisstjórn þjóni þörfum fólksins í viti og verki. Við höfum farið varhluta af því lengi.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home