Tuesday, March 06, 2007

Á að sameina Lútherska og Kaþólska?


Þessari spurningu var varpað fram um helgina og er afar athyglisverð. Grundvöllur þess er sá að auðvitað á Kirkja Krists að vera ein og samheldin kirkjudeild. Þjóðkirkjan og sú Rómversk Kaþólska eru báðar Heilagar og Almennar Kirkjur og því ekkert sem beinlínis mælir á móti slíkri sameiningu.Það er auðvitað miklu fleira sem sameinar þessar kirkjudeildir heldur en aðskilur. Báðir aðilar þyrftu eitthvað að gefa eftir til að sameining gæti orðið og eftir stutta umhugsun held ég að tvö atriði standi uppúr.1. Lútherskir yrðu að sættast á túlkun Kaþólskra á Altarissakramenntinu. Ég held að Kaþólskir myndu aldrei gefa eftir það mál.2. Kaþólskir yrðu að sættast á vígslu kvennpresta eða í versta falli á vígslu aðstoðarpresta sem mættu vera konur. Og að prestar mættu giftast.Ef þessi mál væru settluð væri ekkert til að hindra sameiningu. Páfinn er gríðarlega sterkur leiðtogi og reikna ég með að Biskupinn yfir Íslandi yrði strax gerður að Kardínála og ef ég þekki minn mann rétt ætti hann mjög sterka möguleika þegar næst verður valinn Páfi.Kaþólskir hafna því sjálfir alfarið að dýrlingar þeirra séu dýrkaðir sem guðir og því sé ég ekkert vandamál þar og þessar kirkjur eru sammála um mál hómósexúalista svo það er allt í fína líka. Mikil siðbót hefur orðið innan þeirrar Kaþólsku og tel ég að ekkert grundvallaratriði hindri sameiningu önnur en þau tvö er ég taldi upp.


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home