Thursday, March 08, 2007

Afnám launaleyndar


Í fréttum í kvöld er fjallað um tillögu til lagabreytingar sem gerir launaleynd ólöglega. Ég er mjög hugsi yfir þessu og tel að það kæmi launafólki illa.Ég lít svo á að fjármál manna séu þeirra einkamál. Þess vegna er bankaleynd. Þess vegna eru ströng lög um persónuvernd.En hvers vegna er launaleynd? Kommúnistar halda gjarnan að það sé til þess að fela "launamun kynjanna" en varðandi launamun kynja held ég að hann sé fyrst og fremst fólginn í því að ekki er verið að bera saman sambærilega hluti. Er virkilega verið að bera saman "sömu störf" þótt þau hafi sama heitið? Síðan er það staðreynd að fólk er mishæft í störfum. Atvinnurekendur vilja getað umbunað hæfasta fólkinu, vegna þess að það er sanngjarnt og vegna þess að þeir vilja halda í bestu starfskrafta sína. Það er hluti af frjálsu viðskiptalífi. Tökum dæmi um konu og karl í sölustarfi hjá fyrirtæki. Konan er sæmilegur sölumaður og selur fyrir eina milljón á mánuði, er oft frá vinnu vegna veikinda barna en stendur sig þokkalega þegar hún er í vinnunni. Karlinn er einhleypur og starfið er bókstaflega það sem hann lifir fyrir, hann er öllum stundum í vinnunni og selur fyrir fimm milljónir á mánuði. Á að borga þeim sömu laun? Þetta er sama starfið en annar aðilinn er bara miklu betri og mætir alltaf í vinnuna.Með afnámi launaleyndar yrði að segja upp konunni eða borga báðum sömu laun, þ.e. til hækkunar eða lækkunar. Hvað gerist? Jú, minna hæfum starfsmönnum á lægstu launum yrði sagt upp því hagnaður fyrirtækisins byggist á vinnu þeirra hæfustu.Útkoman: atvinnuleysi.Ég segi nei takk við afnámi launaleyndar. Hvað segið þið?


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home