Sunday, December 31, 2006

Hvar kaupum við flugeldana??


Ég er almennt talsmaður frelsis í viðskiptum og ætti því að vera fylgjandi því að hver sem er geti selt flugelda. Nú rakst ég á auglýsingu frá skátunum sem segir " hvað er flugeldasalinn þinn tilbúin að gera fyrir þig?" Nokkuð gott og vekur mann til umhugsunar...Ég er bara pínu undrandi á hversu margir allt í einu virðast geta flutt inn flugelda og sett upp slíka sölu um allan bæ. Þetta lyktar af skammtíma gróðabraski og við hljótum því að spyrja okkur hvort það stríði ekki gegn góðri samvisku okkar smáborgarana að kaupa af öðrum en í sjálfboðavinnufyrirgottmálefnialgóðuskátum?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home