Hinn æðri vegur

Fyrsta níund: Að staðsetja sjálfan sig1.Sá vegur sem verður kortlagðurer ekki hinn æðri vegur.Orð sem verður skýrter ekki hið æðra orð.Forgengill tilverunnarer ekki ekkert.Tilvera er eilíf.Jafnvel það sem varfyrir tilveru er enn til.Tilvera og ekkitilveraspretta frá sömu rót,aðeins sofendumbirtast þær ekki eins.Eining er alheimslegt lögmál,hin dýpsta viðurkenning.Hinn vaknaðileitar dul ekkitilveruog finnur í því sem hefurtilveru hinn hinzta algjöraeinfaldleika.2.Skynjun fegurðargerir ráð fyrir ljótleika.Þekking þess góðagerir ráð fyrir illu.Tilvera á grunní ekkitilveru.Hið erfiðaleyfir hið auðvelda.Það sem er fjarlægtverður hið nálæga.Hið lágaleyfir hið háa.Það sem flæðir framber hitt með sérsem fór fyrr.Hinn vaknaði starfarán athafna,kennir án orða.(Skrásett af súfanum A. Kalid Rah)."Hinn vaknaði" þýðir "inn upplýsti"."Sofendur" þýðir "hinir óupplýstu".Enn fremur segir um innihald þessarar bókar:"Bókin er uppspretta orða allra mannkynsfræðara, spámanna, helgra manna og skálda. Menntamenn geta ekki skilið hana. Aðeins hinir upplýstu geta lesið hana. Hún er grunnur margra trúarbragða. Hún segir frá alheimslegum lögmálum, hinni óáþreifanlegu alheimsorku sem færir alla hluti í samræmi og gefur þeim tilveru.Hún er ekki trúarlegs eðlis, stjórnmálaleg, félagsleg né sálfræðileg en er uppspretta allra þessara forma."

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home