Yfirfull fangelsi - málin leyst?

Ok, hérna er ekki á ferðinni nein töfralausn á vanda fangelsisyfirvalda. Og hér er heldur ekki um neinn rasisma að ræða - heldur bara smá hugrenningar á því hvernig væri hægt að rýma aðeins til svo hægt sé að loka inni raunverulega glæpamenn/konur... Eins og allir vita eru fangelsi landsins meira og minna svo yfirfull að það flæðir yfir veggi þeirra vönglöðum glæpalýð sem eygir nú frelsi vegna þess að það er ekkert pláss í svartholinu.Talsvert mikið, eiginlega ótrúlega mikið, er af afbrotaglöðu fólki af erlendu bergi brotið í fangelsum landsins. Staðreyndin er samt sú að uppistaða glæpafólksins í fangelsum okkar er auðvitað af íslensku bergi brotið.Hvernig væri að stjórnvöld gerðu út nefnd - fyrst þeir eiga svona mikinn pening í allan skollann þessa dagana, allt uppí 100 milljónir og meira út um hvippinn og hvappann - og þessi nefnd væri sett í að semja við hin ýmsu lönd um gagnvirkan samning í sambandi við lögbrjóta og þá sem fremja alvarlega glæpi.Segjum t.d. að hér sé erlendur maður sem fremur alvarlegan glæp, nauðgun, skjalafals, auðgunarglæp, morð eða einhvern glæp sem kallar á fangelsisdóm til handa viðkomandi brotaaðila. Þá ætti ríkisstjórnin að setja lög um að slíkur aðili væri búinn, með glæp sínum í íslensku samfélagi, að fyrirgera rétti sínum til að búa og starfa hér á landi. Áðurnefnd nefnd myndi þá fara af stað til föðurlands brotamannssins og semja um að glæpamaðurinn yrði dæmdur á Íslandi - en tæki út refsinguna í sínu eigin heimalandi og yrði um leið gerður brottrækur héðan og fengi ekki að koma hingað aftur.Með því að leysa öll mál á slíkan hátt - dæma menn fyrir glæpinn hérna á Íslandi, en láta hann taka út refsingu sína í eigin heimalandi - þá myndi margt leysast hérna. Fangelsin myndu anna því að hýsa þá íslensku glæpamenn sem gerast brotlegir við lögin og um leið myndi íslenskt samfélag losna við stórútgjöld sem varða uppihald erlendra glæpamanna í íslenskum tukthúsum.Jæja, þetta eru nú bara léttklæddar hugrenningar sem kannski eru ekki mikið pældar hjá mér heldur bara skrifaðar niður í fljótheitum og án allrar ígrundunar. P.s. auðvitað myndi gilda það sama um íslenskt fólk sem brýtur af sér á erlendri grundu - það myndi vera dæmt í viðkomandi landi og síðan taka út refsingu sína hérna heim á klakanum.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home