Leynifangelsi

Frá innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak hafa Bandaríkin verið sökuð um að handtaka óbreytta borgara þessara landa handahófskennt og pynta. Meðal annars í leynifangeslum í A-Evrópu, vinveittum Arabaríkjum og á hafi úti.Ítrekað hafa ráðamenn í Bandaríkjunum þrætt fyrir allt slíkt. Jafnvel þó ítrekað hafi verið upplýst um pyntingar bandarískra hermanna á föngum í Írak og Guantanamo. Það kom því nokkuð á óvart þegar hinn siðblindi og heimski forseti Bandaríkjanna, Bush, glopraði út úr sér í spjalli við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverkaárásanna 11. september að leynifangelsin hafi gefist vel í stríðinu gegn/fyrir hryðjuverkum.Samtímis upplýsti öldungardeild Bandaríkjaþings að önnur af helstu ástæðum fyrir innrásinni í Írak væri bara lygi. Það er að segja samvinna Saddams Husseins og Al Kaeda. Hin ástæðan, meint geryeðingavopnabúr Íraka, hefur líka löngu áður verið afhjúpuð sem lygi.Stríðsglæpa- og hryðjuverkastefna Bandaríkjanna byggir á lygum og aftur lygum.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home