ADHD OG FORDÓMAR

upplýsingum um þessa taugaröskunröskun sem nefnist ADHD eða skammstöfunin. Allavega fylltist ég svo mikilli gremju, þar sem ég á sjálf börn og eitt barna minna er með þessa greiningu og það er svo greinilegt hvað hann þjáist mikið innra með sér því þessi röskun hamlar hann svo mikið, ég á annan dreng sem er svona eins og við mundum kalla eðlilegan. Að heyra fólk sem hefur enga reynslu af því að eiga börn sem þessa röskun eða vera með hana sjálf, fullyrða og staðhæfa hvað þessar greiningar eru mikið bull og að ofgreiningar eru í gangi. Að foreldrar séu að gefa börnum sínum lyf sem að líkja má við eiturlyf, nennir ekki að aga barnið, þetta sé bara agaleysi og frekja og lengi mætti telja. Hvað segir þetta börnum okkar sem hafa fengið þessa greiningu og finnst alveg nógu mikil skömm að þurfa að taka einhver lyf, og jafnvel hættir vegna því neitar að taka þau inn, vegna þess sem það heyrir í kringum sig. Að vera einstaklingur í mótun á svo viðkvæmu skeiði, sjálfsöryggið ekkert þau mótast að skoðunum fólks sem veit ekkert um þetta. Hvaða rétt hefur þetta fólk, vita þau skaðann sem þau eru að valda þeim sem eru með þessa röskun?? Það bara getur ekki verið því svo mikill er skaðinn. Þessi röskun sem oft getur haft alvarlegar afleiðingar á líf einstaklinga er jafn vísindalega sönnuð og það að krabbamein er sjúkdómur. Og leyfir sér að tala af svo miklu gáleysi, ég veit að þetta er fáfræði fólks en hví að vera að segja skoðun sína á einhverju sem að þú veist ekkert um. ENDILEGA ÉG BIÐ YKKUR UM AÐ KíKJA INN Á ÞESSA SÍÐU ADHD.IS

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home