Tuesday, September 19, 2006

Reykingar


Ég var að hlusta á Island í bítið, og það vakti furðu mína hvað Islendingar eru að fara yfir um á þessum reykingarmönnum,eins og sumir í þjóðfélaginu vilja kalla þá.Ég hélt að þegar á heimilið væri komið þá réði maður hvort maður reykti úti á svölum, eða inni hjá sér. Hvar er friðhelgin í þessu landi, ég hélt að það væri akkurat heimili manns, en svo virðist ekki vera. Ég verð nú bara að segja, er þetta ekki full langt gengið að kvarta yfir fólki sem reykir út á svölum heima hjá sér, því það má ekki reykja inni þá fer liktin út á gang.Er ekki búið að skera nóg niður hjá þessu fólki sem reykir,þarf það líka að líða eins og óþekkum krakka inn á sínu heimili,Þó svo um fjölbýli sé að ræða. EN það er eitt sem væri mjög jákvætt fyrir þá sem reykja út á svölum hjá sér,það er allt í lagi að hafa öskubakka við höndinna,í staðin fyrir að henda stubbum út fyrir, það er sóðaskapur og ekkert annað.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home