Friday, February 17, 2006

DNA skráning á alla nýbura


Ég ætla hér að lýsa fremur róttækri hugmynd sem verður skynsamlegri í mínum huga eftir því sem ég hugsa um það.Ég legg til að allir nýburar verði látnir sæta DNA greiningu. Sömuleiðis eiga allir foreldrar og aðrir einstaklingar að eiga rétt á DNA skráningu þannig að stefnan yrði sú að hver og einn einasti Íslendingur yrði á eins konar DNA þjóðskrá sem varðveita bæri hjá heilbrigðisyfirvöldum.Samkvæmt minni vitneskju er þetta orðið vel mögulegt og raunhæfur kostur, þ.e.a.s. þetta er ekki svo dýrt þar sem við Íslendingar erum einungis 300.000. Tæknin í dag er komin á það stig að þetta ætti að vera tiltölulega ódýrt miðað við þá ýmsu kosti sem fylgja slíkri skrá.Í fyrsta lagi myndi slík skrá auðvelda mikið við rannsókn glæpa, þ.e. oft skilja glæpamenn eftir á vettvangi einhverskonar sönnunargögn eins og hár og annað.Í öðru lagi er með slíkri skrá hægt að taka af allan vafa um faðerni, nú eða móðerni ef svo ólíklega vill til að það sé vafamál. Mörg miður skemmtileg mál hafa komið upp í gegnum tíðina vegna rangrar feðrunar og hafa margar fjölskyldur sundrast eftir að hið rétta kom í ljós.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home