Kynjamisrétti hjá La Senza
Núna fyrir þó nokkrum dögum las ég viðtal við einhvern framkvæmdastjórann (eða verslunarstjórann) hjá einhverri undirfataverslun hér í bæ, minnir að það hafi verið La Senza - þó það gæti vel hafa verið einhver önnur búð, og sú kona segist ekki ráða karlmenn í vinnu, því hún óttast að viðskiptavinirnir (og þá meinar hún væntanlega kvenfólk, þó pottþétt sé að eitthvað af körlum kaupi hjá henni) taki því illa. Ætlaði að pósta þessu mun fyrr, en gleymdi því. En hvað finnst ykkur? Klárt dæmi um kynjamisrétti? Ekki er verið að brjóta neinar siðgæðisreglur - eins og yrði ef karlmaður yrði ráðinn í búningsklefa kvenna eða kona ráðin í búningsklefa karla

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home