Merkileg áhersla fréttamanna á verðmæti fíkniefna
Reglulega sjást fréttir um fíkniefnasölu og smygl. Það er merkilegt hvað fréttamönnum virðist helst þykja fréttnæmt í slíkum málum, en það er verðmæti efnanna sem náðust. Þegar slíkar fréttir birtast er lögð mikil áhersla á að meta verðmæti efnanna í krónum talið. Er það virkilega svo að það sé söluverði efnanna sem sé það merkilegasta við fyrir lesendur. Maður hlýtur að spurja sig hver tilgangurinn sé með slíkum fréttaflutningi að eingöngu sé klifa stöðugt í svona fréttum, frétt eftir frétt á verðmæti efnanna. Skiptir markaðsverðmæti efnanna yfirhöfuðu einhverju máli fyrir heiðvirðan almenning. Eini tilgangurinn sem ég sé með þessari umfjöllun er að benda á hversu gríðarlega ábatasöm þessi viðskipti eru. Þar sem það virðist nú á þessum tímum vera allra mesta dyggðin að græða sem mesta peninga, þá finnst mér fréttaflutningur af þessu tagi eingöngu til þess fallinn að upphefja eiturlyfjasmygl og benda fólki á leið til skjótfengins gróða. Ef fréttamenn vilja bregða upp einhverri mynd af magni, þ.e. setja magn fíkniefnanna í eitthvert samhengi sem fólk skilur, þá væri nær að upplýsa um neikvæðari þætti magnsins, eins og t.d. fjölda skammta og benda þá á að magnið væri nægilegt til að halda x fjölda manns útúrdópuðum í x marga daga.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home