Wednesday, February 15, 2006

Umferðavandinn í Reykjavík

Sá sem þetta kemur til með að lesa verður að vera meðvitaður að hér er um töluvert róttækar hugmyndir að ræða og margir eiga vafalaust eftir að umhverfast í skapi við þær, en þeir sem fara með stjórn borgarinnar verða að gera eitthvað En Hvað?Það er orðið töluvert vandamál og þá sérstaklega á háannatíma þeir umferðahnútar sem fólk þarf að sætta sig við að bíða í. Það telst kannski ekki langur tími ef miðað er við víða í stórborgum erlendis. Þetta mál er ekki leist með einni aðferð heldur þarf margt að koma að koma til sem saman hjálpast að. Ég tel að hugsa verði um hagsmuni heildarinnar umfram einstaklinginn. Greiðum fyrir bílastæðiÍslendingar eru vanir því að geta farið á sínum bíl hvert sem er og lagt fyrir utan þá verslun eða skrifstofu sem þarf að skreppa á Stundum til mála mynda er sett í stöðumæli. Mjög víða erlendis þarftu að borga fyrir bílastæði og ef þú skilur bílinn eftir einhverstaðar þar sem ekki má leggja er hann umsvifalaust fjarlægður. Þegar ég var á ferð í New York sá ég bílastæða tilboð 30 mín á 6,75 dollara. Það væri gaman að vita hvað það bílastæðin í Kringlunni kosta á ári. Sá kostnaður er lagður ofan á vöruverð. Mér finnst ekki óeðlilegt að þeir sem ferðast um í sínum eigin bíl greiði fyrir bílastæði hvar sem hann leggur. Ef maður fer í Kringluna hálftíma fyrir opnun þá sér maður hvar starfsfólkið leggur sínum bílum. Sem næst hurðinni. Og tillögur um frí bílastæði er það víðáttu vitlausasta sem ég hef heyrt. Annað sem þarf að stefna að og snýr reyndar að þéttingu byggðar er að koma bílastæðum fyrir neðanjarðar sem kostur er.Eflum almenningssamgöngurHið nýja leiðakerfi strætó er ekkert nema hryðjuverk Þó gamla kerfið hafi nú verið orðið úr sér gengið og á margan hátt nauðsynlegt að endurnýja þá virðist sem þetta kerfi ekki gera neitt annað en að strætóbílar ferðist um borgina í flokkum allir á sama tíma. Það sem ég myndi vilja sjá er eins og ég vil kalla það hring kerfi. Þá ekur vagn frá Mjóddinni eftir Reykjanesbraut og stoppar við Smáralind. Heldur svo áfram í Fjörð Hafnarfirði – Bitabær Garðabæ - Hamraborg – Kringla – Lækjartorg – Við Ikea – Ártúnshöfði – Mjódd. Vagninn stoppar aðeins á þessum stöðum og gengur ekki sjaldnar en á 15 mín fresti og gengur í báðar áttir. Á þessum stoppistöðvum ganga svo litlir vagnar 15 mín hringi út frá stöðinni. Helsi galli við þetta kerfi er að mjög líklega þurfa sumir að taka 3 vagna á leiðinni en ég tel heildar ferðatími muni styttast verulega og þá sérstaklega þá sem fara langt. Gjald verði lækkað um 50-70% og sú aukna meðgjöf sem sveitarfélögin á svæðinu þurfa að borga kemur frá sparnaði í gatnakerfinu en svo er líka ekki ólíklegt að innkoma strætó verði svipuð við gjaldskrálækkun vegna aukinna fjölda farþega.Notum leigubíla.Leigubílar á Íslandi eru ekki dýrir ef grannt er skoðað. Ef starfsfólk fyrirtækja td skrifstofur, bankar og fleiri staðir þar sem fólk vinnur á reglulegum tíma myndi taka sig saman og gera samning við Hreyfil eða BSR um að sækja alla á fyrirfram ákveðnum tíma eftir einhverjum hring sem hentar og fylla bílinn. þá er kostnaðurinn mestalagi 500kr á mann, og sem koma lengst að td Salahverfi, Grafarvogur eða Hafnafjörður. Miðað við hvað það kostar með strætó þá er ekki mikill munur á verði að teknu tilliti til þess að vera ekið frá dyrum heima og í vinnu og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af bílastæðum.Vissulega hentar ekki öllum að nota almenningssamgöngur eða leigubíla og því verður ekki breitt en margt fólk mætti læra að skipuleggja sig betur til þess hugsanlega að losna við aukabílinn af heimilinu og hafa meiri fjárráð til að gera eitthvað annað. Það munar um hvern bílinn sem hægt er að fækka um því það ávinningurinn er minni mengun, minni slysahætta, lægri tryggingar, minna gatnaslit, lægra bensín verð því þá verður bensínið ekki alveg eins mikil nauðsyn sem mun leiða til meiri baráttu um verð.Ef allir gera eithvað smátt og hugsa um heildina verður úr öllu saman stórframkvæmd.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home