Thursday, January 26, 2006

Ofurlaun


Það hefði verið skynsamlegra hjá yfirmönnum Flugleiða að gefa peninga til rannsókna eða í eitthvað sem kæmi ótal mörgum til góða, í staðinn fyrir að mata krókinn og dæla þessu í einstaklinga sem vita ekki aura sinna tal. Þetta fyrirtæki hefur oft þurft að þiggja styrki frá ríkinu en svo gleypt alla sem hafa farið í samkeppni við þá. Margir hafa sögu að segja um viðskipti við Flugleiði og hef ég aðeins heyrt brot af þeim sögum. Kannski er kominn tími á það núna að fólk segi frá og þá má það jákvæða auðvitað fylgja með, það tekur hvort sem er ekki svo mikið pláss. Ég mun halda áfram að leggja krók á leið mína til að losna við að kaupa flugmiða hjá þessu fyrirtæki, sem ég hef smátt og smátt fengið óbeit á

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home