Er fagurt land nokkurs virði?
Undanfarið hefur verið í fréttum að IKEA sé með í byggingu nýtt verslunarhús við Urriðavatn. Það svæði sem verið er að byggja á er að mínu mati eitt allra fegursta landssvæðið á Suðvesturhorni landsins. Verslunarhús IKEA tekur ákveðið pláss, en lang lang stærsta plássið munu bílastæðin fyrir verslunina taka. Sem sagt einstaklega fagurt landslag, sem hingað til hefur verið á náttúruminjaskrá, verður flatt út fyrir bílastæði. Hægt væri að bjarga miklu ef stjórnendur IKEA myndu tíma að eyða pening í að byggja bílastæðahús, en því miður er því ekki að heilsa. Hér er að mínu mati um stórkostlegt ábyrgðar- og hirðurleysi stjórnenda IKEA að ræða og mega þeir hafa skömm fyrir. Sorglegt er að barátta landverndar til verndar amk hluta svæðisins hefur ekki enn borið árangur og mætir engum skilningi stjórnenda IKEA sem hugsa eingöngu um að hámarka gróða af fyrirtækinu. Eins er skylningsleysi stjórnenda Garðabæjar hreint grátlegt, en þeir vilja væntanlega ekkert gera til að styggja IKEA, sem kemur til með að greiða drjúgan skilding til bæjarfélagsins. Hvað finnst fólki um þessi byggingaráform og þá sérstaklega bílastæðin. Ég spyr er þetta land einhvers virði eða er það hámarks hagnaður fyrirtækja sem blífur ?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home